top of page

Eiríkur Þór Sigurjónsson

EIRÍKUR ÞÓR SIGURJÓNSSON, F. 1942 Í REYKJAVÍK.

Fluttist úr Reykjavík að Selfossi 1946, og hef átt þar heima að undanskildum árunum 1954 til 1965, þá átti ég heima í Gnúpverjahreppi og á Eyrarbakka. Lauk grunnskólaprófi frá Ásaskóla í Gnúpv.hr. Starfaði mest við akstur vöru- og mjólkurflutningabíla. Ég byrjaði ungur, um 10 ára að taka myndir á Kodak kassamyndavél sem foreldrar mínir áttu. Þegar ég fór að vinna sjálfur keypti ég mér Yasica filmuvél og seinna Olympus OM2, reflex myndavél, á þá vél tók ég mjög mikið af myndum, bæði á negatíva filmur og slides filmur. Þegar ég fór að taka myndir í stafrænu formi, þá byrjaði ég á Fuji FinePix 6800 Zoom með 6,0 Million Pixels. á hana tók ég fjölda margar myndir, þangað til hún varð fyrir skaða og var dæmd ónýt. Þá fór ég í Canon 20D sem ég notaði og reyndist mér vel, síðan skipti ég yfir í Canon 400D og notaði hana í um það bil 2 ár. Þá skipti ég yfir í Canon 5D sem mér líkaði mjög vel við, fann talsverðan mun á henni og hinum, vegna þess að hún var FULL FRAME, með myndflögu sem skilar myndum í svipaðri stærð og 35 mm filma gerði. Mér finnst mikill munur á crop og full frame vélum. Ég var lengi búinn að leita eftir félagsskap áhugaljósmyndasmiða, sem væri fræðandi og góður hópur til að fara með í ljósmyndaferðir. Gerðist félagi í Fókusi félagi áhugaljósmyndara í Reykjavík. Mér fannst erfitt að fara að vetri til á fundi til Reykjavíkur og greip því feginshendi þegar ég frétti af stofnun ljósmyndaklúbbs á Selfossi. Er einn af stofnfélögum, Bliks ljósmyndaklúbbsins, en þar hef ég eignast verulega góða félaga og vini síðan hann var stofnaður. Hef tekið þátt í öllum ljósmyndasýningum Bliks, frá stofnun, auk þess í þremur ljósmyndasýningum á vegum Fókus, í Ráðhúsi Reykjavíkur, í Noræna húsinu og Hakinu á Þingvöllum. Blik sameinar einstaklinga af stóru svæði, frá Kópavogi og austur fyrir Vík í Mýrdal. Það er nokkuð öruggt að ég er með myndavél með mér, hvar sem ég fer.

  • Flickr - Black Circle
  • Instagram - Black Circle
  • Facebook - Black Circle
  • mail-open-outline
  • WWW-Icon
bottom of page