
Hin fimmtán fræknu ........
…. á ferð í Færeyjum. Eygló Aradóttir ritar: Það var ekki vorlegt, veðurfarið á Íslandi, þegar hin fimmtán fræknu fetuðu sig út í Airbus þotu Atlantic Airways á Reykjavíkurflugvelli snemma morguns. Fólk kom fannhvítt, raunverulega fannhvítt, inn í þotuna, því það snjóaði þennan maímorgun. Það voru allir glaðvakandi því norðanáttin var svo stíf, en líka af spenningi fyrir ferðinni sem var að hefjast. Fimmtán félagsmenn Bliks ljósmyndaklúbbs, vopnuð græjum af ýmsum stærðum og g