
Blikfundur með Jóhanni ísberg
Félagsfundur Bliks , miðvikudaginn 19 febrúar var haldinn í Betri StofunniHotel Selfoss. Gestur fundarins var Jóhann ísberg. Meginþema fyrirlestrar og myndasýningar hans var "form-birta-litir". Myndasýning Jóhanns var mjög fjölbreytileg og skýrði hann vel fyrir Blikfélögum sína sýn og hugsun á bak við myndirnar. Hann kom inn á mynduppbyggingar þar sem smái hluturinn í bakgrunni myndarinnar skiptir oft miklu máli. Fróðlegur og góður fundur.

Hverskonar sögur fanga konur í ljósmyndun?
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 19.00 stendur Origo Borgartúni 37 fyrir viðburðinum Hverskonar sögur fanga konur í ljósmyndun? Alþjóðlegar tölur sýna að konur eru miklu færri en karlmenn í stétt atvinnuljósmyndara og bendir margt til þess að þær fangi viðfangsefnið með öðrum hætti en karlmenn. Þær dragist fremur að því að segja sögur og fanga tilfinningar.
Það verður því spennandi að sjá hvernig þessir þrír atvinnuljósmyndarar fanga sín viðfangsefni, en þær eru þekktar fyrir ó