Páll Magnús Skúlason

Páll M. Skúlason
Fæddist í Laugarási í Biskupstungum árið 1953. Stærstum hluta ævinnar til þessa eyddi hann síðan þar, fyrst í foreldrahúsum og síðan í sínum eigin og fjölskyldunnar. Ævistarf hans var að kenna ungmennum á ýmsum aldri, mest fékkst hann þó við ML-inga, eða í rúm 30 ár. Það hætti hann störfum 2017 og gerðist eftirlaunamaður með verkefni að eigin vali.
Hann hóf að taka myndir að einhverju ráði, þegar hann skrásetti uppvöxt barna sinna, sem leiddi hann smám saman inn á þessa ljósmyndabraut, sem hann hefur nú fetað sem alger áhugamaður í nokkra áratugi og haft gaman af, að eigin sögn. Síðustu árin í Laugarási stundaði hann ljósmyndun garðfugla í talsverðum mæli, en að öðru leyti hafa viðfangsefnin snúið mest að Laugarási og nágrenni.
Í covid hléi vorið 2020 flutti hann ásmt konu sinni á Selfoss og þar halda þau áfram að sinna áhugamálum sínum, en stærsta verkefni hann er að setja saman einhverskonar sögu Laugaráss, sem hann birtir á vefnum www.laugaras.is eftir því sem það verk vinnst.
Honum finnst gaman að taka myndir, en enn skemmtilegri finnst honum eftirvinnslan, sem fer fram í Lightroom og Photoshop.
Myndavélin nú er Canon EOS 7D Mark II og tvær linsur eru mest notaðar, 17-85mm og 100-400mm.