Ljósmyndasýning Bliks 2018

Í dag kl. 17.00 var ljósmyndasýning Bliks 2018 í samvinnu við Myndlistarfélag Árnesinga formlega opnuð í Hotel Selfoss. 20 félagar með 49 myndir sýna . Þemað er "FRJÁLST" það er hverjum félaga frjálst að útfæra sínar myndir fyrir sýningu. Fjölmenni var við opnunina og söng Stúlknakór Selfosskirkju tvö lög á undan. Sýningin stendur yfir fram að vori 2019. Flestar myndirnar eru til sölu. Við hvetjum alla til að skoða sýninguna. Hér að neðan má sjá myndir sem Sólveig Stolzenwald tók við opnunina.