top of page

Óvissuferð með Canon


Óvissuferð með CanonLaugardaginn 2. júní nk. standa Canon og Origo fyrir ljósmyndaferð þar sem við höldum aftur út í óvissuna. Við ætlum reyndar ekkert í óvissuna heldur erum við búin að skipuleggja heils dags ljósmyndaferð með öllu tilheyrandi og meira til – við ætlum þó ekki aftur á Snæfellsnesið eins og síðast þó svo að sú ferð hafi verið mjög skemmtileg.Með í för auk auk einvala liðs starfsfólks Origo verða ljósmyndarinn Arnaldur Halldórsson og Tryggvi Már Gunnarsson, ljósmyndaleiðsögumaður, sem munu annast skipulagningu. Að sjálfsögðu verða svo nokkrar ferðatöskur af Canon ljósmyndabúnaði frá Canon Professional Service sem græjuþyrstir geta prófað og leikið sér með.Aðeins 30 sæti í boðiMæting er í Origo, Borgartúni 37, kl. 07:30 stundvíslega og gert er ráð fyrir að hópurinn skili sér þangað aftur um kl. 22:30.Aðeins 30 sæti eru í boði. Þátttökugjald er 9.900 kr. og innifalið í því er morgunmatur, hádegismatur, kvöldverður, rúta og önnur almenn gleði. Gjald þarf að greiða við skráningu.


Nýjast
Nýlegar fréttir
Eldri fréttir
Leitarorð
Fylgdu okkur á facebook
  • Facebook Basic Square
bottom of page