Spessi hjá Blik

Sigurþór Hallbjörnsson eða Spessi eins og flestir þekkja hann er fæddur og uppalinn á Ísafirði. Hann lagði stund á ljósmyndun við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst – í Hollandi og útskrifaðist þaðan 1994. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum hér á landi og erlendis meðal annars í Frakklandi, Finnlandi, Svíþjóð, Belgíu (Brussel) og Bandaríkjunum (New York). Spessi var gestur fundar okkar í kvöld. Í verkum hans má undantekningalítið finna sögur. Hann sýndi myndir frá mótorhjólaferð sinni um Bandaríkin og úr Breiðholtsbókinni sinni sem ber heitið 111. Hér má sjá meira um Spessa
