top of page

Spessi hjá Blik


Sigurþór Hallbjörnsson eða Spessi eins og flestir þekkja hann er fæddur og uppalinn á Ísafirði. Hann lagði stund á ljósmyndun við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst – í Hollandi og útskrifaðist þaðan 1994. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum hér á landi og erlendis meðal annars í Frakklandi, Finnlandi, Svíþjóð, Belgíu (Brussel) og Bandaríkjunum (New York). Spessi var gestur fundar okkar í kvöld. Í verkum hans má undantekningalítið finna sögur. Hann sýndi myndir frá mótorhjólaferð sinni um Bandaríkin og úr Breiðholtsbókinni sinni sem ber heitið 111. Hér má sjá meira um Spessa


Nýjast
Nýlegar fréttir
Eldri fréttir
Leitarorð
Fylgdu okkur á facebook
  • Facebook Basic Square
bottom of page