top of page

Kynningarfundur Bliks

Kynningarfundur hjá Blik,ljósmyndaklúbb.

Miðvikudaginn 6. nóvember verðum við með opið hús á milli19:30 til 21:30 að Austurvegi 56Selfossi, allir velkomnir.

Ljósmyndaklúbburinn Blik var stofnaður árið 2008 af hópi áhugaljosmyndara á Suðurlandi. Meðlimir koma víða af Suðurlandi, og höfuðborgarsvæðinu. Félagar eiga allir það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á ljósmyndun. Félagsaðild að Blik er opinn öllum þeim er vilja auka þekkingu sína sem ljósmyndarar og miðla af reynslu sinni til annara félaga. Nú í dag eru 52 skráðir meðlimir í klúbbnum. Blik hefur staðið fyrir ljósmyndasýningum félaganna í tengslum við Vor í Árborg frá árinu 2008, og er sú sýning á Hótel Selfossi og er sölusýning. Þar að auki hefur Blik sýnt á fleiri stöðum, s.s. Perlunni í Reykjavík, Hótel Örk og Þorlákshöfn. Félagar hittast annað hvert miðvikudagskvöld yfir vetrartímann, hvar sýndar eru myndir, og skrafað og skeggrætt um þær og ýmilegt tengt ljósmyndun. Á þessi kvöld koma einnig ýmsir góðir gestir, atvinnuljósmyndarar og fleiri, sem sýna okkur verk sín. Þessar heimsóknir hafa verið mjög úpplýsandi og veitt félögum innblástur og kjark til að prófa nýja hluti. Klúbburinn hefur aðstöðu í Fjölheimum, og þar er prentari klúbbsins. Prentarinn er af atvinnumannagæðum. Félagar hittast í Fjölheimum sem við köllum Setrið á laugardagsmorgnum annað veifið á "Sófafundum". Félagar hafa farið í dagsferðir til ljósmyndunar vitt um Suðurland og víðar, og einnig farið tvisvar sinnum erlendis í ljósmyndaferðir, í fyrra til Færeyja og nú í haust til Grænlands.


Nýjast
Nýlegar fréttir
Eldri fréttir
Leitarorð
Fylgdu okkur á facebook
  • Facebook Basic Square
bottom of page