Eigin Ljósmyndabækur
Félagsfundur var haldinn hjá Blik í kvöld. Dagskrá fundarins var gerð ljósmyndabóka og kortagerð.Allan Ragnarsson félagi í Blik sýndi hvernig hann vinnur bók á vef Photobox Halla Eygló Sveinsdóttir og Þorsteinn Ólafsson félagar í Blik sýndu bækur er þau höfðu sett upp og látið prenta. Halla hjá Pixeldesigner en Þorsteinn hefur ger bækurnar með Blurb Vel gerðar og flottar bækur hjá þeim og sýndu marga möguleika sem hægt er að fara í uppsetningu. Einnig má benda á að á Flickr er kominn hópur er nefnist blurb/pool/ þar sem líta má marga möguleika í bókagerð. Eygló Sesselja Aradóttir fór í lokin yfir gerð jólakorta. Þetta var næst seinasti fundur klúbbsins á árinu. Seinasti fundur ársins er jólafundurinn sem verður óvissuferð 7. desember og ferðanefnd kynnir er nær dregur.

