top of page

Jóhann Ísberg gestur Bliks

Félagsfundur Bliks Ljósmyndaklúbbs miðvikudaginn 22.janúar kl. 19.30 - 21.30 að Austurvegi 56 3.h.


Gestur fundarins verður Jóhann Ísberg. Jóhann er Kópavogsbúi sem hefur starfað við ljósmyndun í yfir þrjá áratugi og safnað á þeim tíma afar umfangsmiklu myndasafni af Íslandi. Jóhann hefur lagt sérstaska áherslu á fáfarnar slóðir, þar sem ljósmyndarar leggja að öllu jöfnu ekki leiðir sínar. Eftir Jóhann liggja nokkrar ljósmyndabækur bæði eftir hann og í samvinnu við aðra Myndir hans hafa farið víða og birst í blöðum og tímaritum víða um heim, meðal annars í tímaritum eins og Geo og National Geographic. Jóhann hefur einnig unnið að myndakerfum fyrir netið og þróað myndabanka sem eru í notkun hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum. Ljósmyndasafn Akraness er dæmi um slíkan vef sem heldur utan um 60-70 þúsund myndir. Norðurljósin hafa verið Jóhanni áhugaefni og hann hefur myndað þau frá því löngu fyrir tilkomu stafrænna myndavéla. Um þessar mundir er Jóhann að leggja lokahönd á heimildarmynd um norðurljósin sem hann hefur verið að vinna síðustu þrjú ár. Á fundinum fer Jóhann yfir ljósmyndun almennt og stöðu hennar, kemur aðeins inn á myndvinnslu, litgreiningu og tæknimál. Einnig má geta þess að Jóhann rekur ferðaþjónustu við Garðskagavita á Reykjanesi. Garðskagi. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um ljósmyndun.




Nýjast
Nýlegar fréttir
Eldri fréttir
Leitarorð
Fylgdu okkur á facebook
  • Facebook Basic Square
bottom of page