top of page

Hverskonar sögur fanga konur í ljósmyndun?

Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 19.00 stendur Origo Borgartúni 37 fyrir viðburðinum

Alþjóðlegar tölur sýna að konur eru miklu færri en karlmenn í stétt atvinnuljósmyndara og bendir margt til þess að þær fangi viðfangsefnið með öðrum hætti en karlmenn. Þær dragist fremur að því að segja sögur og fanga tilfinningar. Það verður því spennandi að sjá hvernig þessir þrír atvinnuljósmyndarar fanga sín viðfangsefni, en þær eru þekktar fyrir ólík myndefni.

  • Aldís Pálsdóttir hefur m.a. unnið fyrir Nike, Bio Effect og Lancome auk þess að hafa verið yfir ljósmyndadeild Birtíngs sem gefur m.a. út tímaritið Mannlíf

  • Heiða Helgadóttir er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og fréttaljósmyndari sem hefur unnið til fjölda verðlauna auk þess að fanga listrænar ljósmyndir

  • Laufey Ósk Magnúsdóttir fangar tengls og kærleikann í fjölskyldum auk þess að sérhæfa sig í fermingaljósmyndun, en hún rekur sína eigin stofu

Viðburðurinn er haldinn í fundarsal Origo að Borgartúni 37 og opnar húsið kl. 19:00 með léttum veitingum. Gengið er inn um aðaldyr.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.


Nýjast
Nýlegar fréttir
Eldri fréttir
Leitarorð
Fylgdu okkur á facebook
  • Facebook Basic Square
bottom of page