top of page

Einn 58 ára á hjóli umhverfis hnöttinn _ Hringfarinn Viðburður hjá Origo 19.mars 2020


Hringfarinn – Hnattferðin í máli og myndum

Kristján Gíslason, öðru nafni Hringfarinn, deilir með okkur ferðalagi sínu umhverfis jörðina í máli og myndum.

Kristján fór umhverfis jörðina einn á móturhjóli, fyrstur Íslendinga. Eitt af því fáa sem hann hafði meðferðis í ferðinni voru tvær Canon PowerShot myndavélar. Hann treysti á þær til að fanga minningarnar í þessari mögnuðu upplifun en hann hjólaði nærri 48.000 km um 35 lönd í fimm heimsálfum á rúmum 10 mánuðum.

Sitt sýndist fólki um þetta uppátæki hans þegar hann sagði frá fyrirætlun sinni. "Meiri vitleysan" sögðu sumir en aðrir hvöttu hann til dáða. Sá sem Kristján tók mest mark á sagði: "Aldrei hætta að þora". Það var faðir hans heitinn. Með þau orð að vopni hélt Kristján á vit ævintýranna og 10 mánuðum síðar snéri hann heim, breyttur maður."

Kristján gaf út einstaka bók um ferðalag sitt og verður hann með nokkur eintök til sölu, en öll innkoma fer til styrktar forvarnarverkefnum vegna fíkniefnaneyslu íslenskra ungmenna og kostar bókin 9.900 kr. Sjóðurinn hefur nú þegar styrkt verkefni fyrir fimm milljónir.

Kíktu á hvaða Canon vélar Hringfarinn notaði:

Forveri Canon Powershot G7 X Mark II var með í förinni.

Canon PowerShot SX740 HS myndavél. 40x zoom. 4K vídeó. 10 rammar á sek. Þessi vél var einnig með í för.

Nánari upplýsingar og skráning HÉR


Nýjast
Nýlegar fréttir
Eldri fréttir
Leitarorð
Fylgdu okkur á facebook
  • Facebook Basic Square
bottom of page