top of page

Rafn Sigurbjörnsson var gestur Bliks 4.mars


Rafn Sigurbjörnsson er sjálfmentaður ljósmyndari. Eftir hann liggja 8 ljósmyndabækur sem heita” Wild Iceland the untouched nature” þar sem hver bók hefur að geyma sinn landshluta eða svæði. Myndir hans hafa birtst víða um heim, á forsíðum blaða og tímarita, sem opnumyndir og svo í viðtölum, m.a. ARC Lighthing in Architecture Magazine, Professional Lighting Design, Lens Magazine, Arcana, Harpa, Icelandic Times og fl. Síðasta stóra verkefnið hanns var að ljósmynda Blue Lagoon Retreat hótelið. Hér má sjá nokkur verka hanns .

Hálendi Íslands hefur verið honum kærkomið myndefni og hefur hann ferðast víða þar um til að fanga það myndefni sem honum stendur næst. Til margra ára hefur hann veið að fljúga með Norðurflugi þyrluþjónustu, þar sem hann hefur ljósmyndað Ísland frá nýju sjónarhorni.

Undanfarin ár hefur ljósmyndun hanns beinst að Landslagsperlunni Reykjanesi jafnt úr lofti sem og jörðu niðri. Með tilkomu Drónanna er hann jafnframt að fanga náttúruna á video og eru nú þegar kominn 6 myndbönd inn á YouTube af þessari fallegu perlu og á þeim eftir að fjölga.

Þess má einnig geta að Rafn er með sinn eigin Ljósmyndasöluvef sem nefnist Iceland Stock Photos.com sem hefur að geyma vel yfir 10.000 myndir. Góð mæting var á fundinn. Meðal annars mætti hópur ljósmyndara úr Ljósmyndaklúbbi eldri borgara í Kópavogi undir farastjórn Helgu Jörensen fyrrum félagaí Blik. Almenn ánægja var með fyrirlestur og myndasýningu Rafns. Hann sýndi myndir, teknar á jörðu niðri, úr þyrlu og með dróna. Myndefnið var víða af landinu, frá fjöru til fjalla. Rafn sagði frá því hvernig hann horfir á ljósmyndun, hvernig hann vill sjá myndbyggingu. Þar sem forgrunnurinn er sterkur og leiðir áhorfandann inn í myndina meðal annars.


Nýjast
Nýlegar fréttir
Eldri fréttir
Leitarorð
Fylgdu okkur á facebook
  • Facebook Basic Square
bottom of page