Aðalfundur Bliks 2023
Aðalfundur Blik Ljósmyndaklúbbs var haldinn miðvikudaginn 22.mars 2023 að Austurvegi 55 Selfossi.

Vegna covid hafði ekki verið haldinn aðalfundur frá í mars 2019. Fundarstjóri var kosinn Þorsteinn Ólafsson og ritari fundarins var kjörinn Allan Ragnarsson.
Skýrsla stjórnar spannaði fjögur ár 2019-2023.

Eygló Aradóttir flutti skýrsluna í forföllum formanns Sólveigar Stolzenwald. Eygló minntist tveggja félaga sem höfðu fallið frá á tímabilinu.


Kjartans Más Hjálmarssonar sem var einn af stofnfélögum og Runólfs Haraldssonar. Báðir höfðu verið mjög virkir í starfsemi klúbbsins. Sagt var frá fjölda þeirra heimsókna af lærðum og leiknum ljósmyndurum sem heimsóttu okkur á þessum fjórum árum. Reikningar félagsins fyrir fjögura ára tímabil voru lagðir fram og samþykktir. Kosið var í stjórn og nefndir.
Stjórn 2023 - 2024
Formaður: Sólveig Stolzenwald.
Gjaldkeri: Eygló Aradóttir.
Ritari: Allan Ragnarsson.
Meðstjórnandi: Ragnar Sigurjónsson.
Varamenn: Ármann Ægir Magnússon
Sandra Dís Sigurðardóttir
Endurskoðendur: Guðjón Egilsson
Þorvaldur Egilsson
Ferðanefnd: Allan Ragnarsson,
Gunnar Þór Gunnarsson,
Kristín S. Waagfjörð
Ragnar Sigurjónsson
Kynningarnefnd: Kristín S. Waagfjörð
Ragnar Sigurjónsson
Umsjónarm. Seturs Eiríkur Þór Sigurjónsson
Tæknistjóri Gunnar Þór Gunnarsson
Umsjón heimasíðu Jón Ágúst Jónsson

JÁJ 24.03.2023