Hringfarinn, Kristján Gíslason á fyrsta fundi vetrar

"Loksins loksins" getum við byrjað eðlilegt starf aftur
Við ætlum að byrja fyrsta fund á Hótel Selfoss í aðalsal miðvikudaginn 7. september kl: 19:30
Þá fáum við í heimsókn Kristján Gíslason, Hringfarinn öðru nafni. Kristján mun halda erindi þar er hann mun fjalla um ferð sína sem hann fór einsamall umhverfis jörðina á mótorhjóli. Þetta er ekki saga mótorhjólakappa á þeysireið um veröldina heldur mannlífsrannsóknir ferðalangs í hnattferð á mótorhjóli. Kristján er fyrstur Íslendinga til að fara einn á farartæki umhverfis jörðina. "
Þetta er opinn fundur og allir velkomnir
