top of page

Myndasýning Canon og FuglaverndarCanon og Origo, í samstarfi við Fuglavernd, efna til viðburðar fimmutdaginn 4. maí nk. þar sem tvær kanónur á sviði fuglaljósmyndunnar sýna sínar ljósmyndir og segja sögurnar á bak við þær.


Annars vegar Daníel Bergmann sem mun fjalla um ólíka stíla í fuglaljósmyndun og hvernig hans sýn hefur þróast í gegnum áratugi.


Hins vegar Markus Varesvuo frá Finnlandi sem er margverðlaunaður náttúrulífsljósmyndari sem hefur sérhæft sig í fuglaljósmyndun. Hann er einn af þekktustu náttúrulífs- og fuglaljósmyndurum Finnlands og er einn af þeim fremstu í heiminum.


Viðburðurinn fer fram í Origo, Borgartúni 37 og húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon EOS R ljósmyndabúnað en myndasýningar hefjast kl. 19.30.Nýjast
Nýlegar fréttir
Eldri fréttir
Leitarorð
Fylgdu okkur á facebook
  • Facebook Basic Square
bottom of page